Chyna Thomas, systir Isiah Thomas leikmanns Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, lést í bílslysi í Washington í gærmorgun.
Chyna Thomas var 22 ára gömul þegar hún lést. Hún var ein í bílnum.
Bróðir hennar fékk þessar skelfilegu fréttir eftir æfingu Boston-liðsins í gær.
Boston mætir Chicago Bulls í fyrsta leik sínum í úrslitakeppninni í kvöld og samkvæmt heimildum ESPN ætlar Thomas að spila leikinn.
Thomas átti sitt besta tímabil á ferlinum í vetur. Hann var með 28,9 stig og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik og átti hvað stærstan þátt í því að Boston endaði í efsta sæti Austurdeildarinnar.
Systir aðalstjörnu Boston lést í bílslysi
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn
Enski boltinn



Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn



Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn
