Jakob Örn hættur með landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. ágúst 2016 11:29 Jakob Örn í leik með íslenska landsliðinu. Hann á að baki fimmtán ára feril með því og lék á þeim árum 85 landsleiki. Vísir/Valli Jakob Örn Sigurðarson hefur ákveðið að hætta að spila með íslenska landsliðinu í körfubolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. „Ég hef ákveðið að segja það gott með landsliðinu. Þetta er því meira en það að ég gefi ekki bara kost á mér í þetta verkefni,“ sagði Jakob Örn en í tilkynningu KKÍ í dag var sagt að hann gæfi ekki kost á sér í landsliðið fyrir undankeppni EM 2017 í haust. Jakob hefur ekkert æft með landsliðinu í sumar og gaf sér góðan tíma í að taka ákvörðun sína. „Ég tók mér veturinn og sumarið í að hugsa þetta almennilega í gegn. Einhvern tímann verður þetta að taka enda og ég ákvað að núna væri sá tími kominn,“ segir Jakob. „Mér fannst það í fyrstu skrítin tilhugsun að ég myndi ekki spila meira með landsliðinu. Sérstaklega þegar strákarnir byrjuðu að æfa og maður sá myndir af þeim á æfingum. Ég saknaði þess að vera með þeim og geri enn.“ „En mér líður vel með mína ákvörðun og finnst hún rétt. Ég er mjög sáttur með minn feril og ánægður með hvernig hann hefur verið. Ég geng sáttur frá landsliðsferlinum.“ Hann segir að aðalástæðan fyrir því að hann vilji hætta nú er að gefa fjölskyldu sinni meiri tíma. „Strákarnir mínir eru á þeim aldri að þeir þurfa mikinn tíma og mér finnst mikilvægt að ég get gefið mig að fjölskyldunni eins mikið og hægt er. Þetta er tími sem ég vil ekki missa af. Þó svo að tíminn með landsliðinu sé í sjálfu sér stuttur þá fer öll einbeitingin yfir allt sumarið í landsliðið en ég vil einbeita mér að fjölskyldunni eins mikið og ég get.“ Jakob Örn er á mála hjá Borås í sænsku úrvalsdeildinni og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann lék sinn síðasta landsleik árið 2015 en á fimmtán árum lék hann alls 85 landsleiki. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jakob Örn gaf ekki kost á sér í landsliðið Sextán manna landsliðshópur tilkynntur fyrir undankeppni EM í haust. 4. ágúst 2016 10:14 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Jakob Örn Sigurðarson hefur ákveðið að hætta að spila með íslenska landsliðinu í körfubolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. „Ég hef ákveðið að segja það gott með landsliðinu. Þetta er því meira en það að ég gefi ekki bara kost á mér í þetta verkefni,“ sagði Jakob Örn en í tilkynningu KKÍ í dag var sagt að hann gæfi ekki kost á sér í landsliðið fyrir undankeppni EM 2017 í haust. Jakob hefur ekkert æft með landsliðinu í sumar og gaf sér góðan tíma í að taka ákvörðun sína. „Ég tók mér veturinn og sumarið í að hugsa þetta almennilega í gegn. Einhvern tímann verður þetta að taka enda og ég ákvað að núna væri sá tími kominn,“ segir Jakob. „Mér fannst það í fyrstu skrítin tilhugsun að ég myndi ekki spila meira með landsliðinu. Sérstaklega þegar strákarnir byrjuðu að æfa og maður sá myndir af þeim á æfingum. Ég saknaði þess að vera með þeim og geri enn.“ „En mér líður vel með mína ákvörðun og finnst hún rétt. Ég er mjög sáttur með minn feril og ánægður með hvernig hann hefur verið. Ég geng sáttur frá landsliðsferlinum.“ Hann segir að aðalástæðan fyrir því að hann vilji hætta nú er að gefa fjölskyldu sinni meiri tíma. „Strákarnir mínir eru á þeim aldri að þeir þurfa mikinn tíma og mér finnst mikilvægt að ég get gefið mig að fjölskyldunni eins mikið og hægt er. Þetta er tími sem ég vil ekki missa af. Þó svo að tíminn með landsliðinu sé í sjálfu sér stuttur þá fer öll einbeitingin yfir allt sumarið í landsliðið en ég vil einbeita mér að fjölskyldunni eins mikið og ég get.“ Jakob Örn er á mála hjá Borås í sænsku úrvalsdeildinni og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann lék sinn síðasta landsleik árið 2015 en á fimmtán árum lék hann alls 85 landsleiki.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jakob Örn gaf ekki kost á sér í landsliðið Sextán manna landsliðshópur tilkynntur fyrir undankeppni EM í haust. 4. ágúst 2016 10:14 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Jakob Örn gaf ekki kost á sér í landsliðið Sextán manna landsliðshópur tilkynntur fyrir undankeppni EM í haust. 4. ágúst 2016 10:14