Fjórða tap Portland í röð | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2015 11:02 Memphis er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. vísir/afp Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Memphis Grizzlies vann 11 stiga sigur, 97-86, á vængbrotnu liði Portland Trail Blazers sem hefur nú tapað fjórum leikjum í röð. Jeff Green var með 23 stig hjá Memphis og leikstjórnandinn Mike Conley skilaði 21 stigi og níu stoðsendingum. Conley setti niður þrjár þriggja stiga körfur úr fimm tilraunum en leikmenn Memphis voru heitir fyrir utan í nótt og skoruðu alls 11 þriggja stiga körfur úr aðeins 18 tilraunum. Damian Lillard skoraði 27 og gaf sjö stoðsendingar fyrir Portland. Stephen Curry skoraði 24 stig þegar Golden State Warriors bar sigurorð af Utah Jazz á heimavelli, 106-91. Þetta var fimmti sigur Golden State í röð en Stríðsmennirnir þurfa aðeins að vinna þrjá leiki til viðbótar á til að jafna félagsmetið yfir flesta sigra á einu tímabili (59). Leandro Barbosa átti flotta innkomu af bekknum hjá Golden State í nótt og skoraði 19 stig. Draymond Green bætti 15 stigum, sex fráköstum og sjö stoðsendingum við, en 11 af þessum 15 stigum komu af vítalínunni. Derrick Favors var atkvæðamestur hjá Utah með 21 stig og 11 fráköst en tapið í nótt var aðeins það fjórða hjá liðinu frá Stjörnuleiknum í síðasta mánuði. Brook Lopez skoraði 26 stig fyrir Brooklyn Nets sem vann öruggan sigur á Indiana Pacers, 111-123, á útivelli. Með sigrinum gerði Brooklyn sig gildandi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, en framundan er mikill slagur um 8. og síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Bojan Bogdanovic skilaði 21 stigi af bekknum fyrir Brooklyn og Deron Williams var með 17 stig og sex stoðsendingar. George Hill var stigahæstur í liði Indiana með 18 stig, auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar.Úrslitin í nótt: Indiana 111-123 Brooklyn Detroit 107-91 Chicago Houston 102-107 Phoenix Memphis 97-86 Portland Golden State 106-91 UtahEric Bledsoe átti stórleik fyrir Phoenix Stephen Curry með ótrúlega körfu Reggie Jackson treður smekklega gegn Chicago NBA Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Memphis Grizzlies vann 11 stiga sigur, 97-86, á vængbrotnu liði Portland Trail Blazers sem hefur nú tapað fjórum leikjum í röð. Jeff Green var með 23 stig hjá Memphis og leikstjórnandinn Mike Conley skilaði 21 stigi og níu stoðsendingum. Conley setti niður þrjár þriggja stiga körfur úr fimm tilraunum en leikmenn Memphis voru heitir fyrir utan í nótt og skoruðu alls 11 þriggja stiga körfur úr aðeins 18 tilraunum. Damian Lillard skoraði 27 og gaf sjö stoðsendingar fyrir Portland. Stephen Curry skoraði 24 stig þegar Golden State Warriors bar sigurorð af Utah Jazz á heimavelli, 106-91. Þetta var fimmti sigur Golden State í röð en Stríðsmennirnir þurfa aðeins að vinna þrjá leiki til viðbótar á til að jafna félagsmetið yfir flesta sigra á einu tímabili (59). Leandro Barbosa átti flotta innkomu af bekknum hjá Golden State í nótt og skoraði 19 stig. Draymond Green bætti 15 stigum, sex fráköstum og sjö stoðsendingum við, en 11 af þessum 15 stigum komu af vítalínunni. Derrick Favors var atkvæðamestur hjá Utah með 21 stig og 11 fráköst en tapið í nótt var aðeins það fjórða hjá liðinu frá Stjörnuleiknum í síðasta mánuði. Brook Lopez skoraði 26 stig fyrir Brooklyn Nets sem vann öruggan sigur á Indiana Pacers, 111-123, á útivelli. Með sigrinum gerði Brooklyn sig gildandi í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, en framundan er mikill slagur um 8. og síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Bojan Bogdanovic skilaði 21 stigi af bekknum fyrir Brooklyn og Deron Williams var með 17 stig og sex stoðsendingar. George Hill var stigahæstur í liði Indiana með 18 stig, auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar.Úrslitin í nótt: Indiana 111-123 Brooklyn Detroit 107-91 Chicago Houston 102-107 Phoenix Memphis 97-86 Portland Golden State 106-91 UtahEric Bledsoe átti stórleik fyrir Phoenix Stephen Curry með ótrúlega körfu Reggie Jackson treður smekklega gegn Chicago
NBA Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Sjá meira