Viðskipti innlent

Gjaldeyrishöftin verst: CCP óskar eftir stöðugleika

Hilmar V. Pétursson
Hilmar V. Pétursson
„Við höfum ekki velt því fyrir okkur að fara. En það er voðalega erfitt að taka ákvarðanir og gera áætlanir fram í tímann á þeim forsendum hvað eigi mögulega að gera hér í framtíðinni. Það virðist vera planið að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evruna eftir einhver ár. Mér líst vel á það,“ segir Hilmar V. Pétursson, forstjóri tölvuleikjaframleiðandans CCP.

Hann bætir við að stjórnendur fyrirtækisins bindi vonir við að innganga Íslands inn í ESB muni leiða til þess að umhverfið sem þeir hafi starfað í síðustu ár róist og verði líkara því sem er í öðrum löndum þar sem CCP er með starfsemi. „Þar getum við gengið að flestu vísu,“ segir Hilmar. að maður skuli nenna þessu!CCP var stofnað fyrir rúmum áratug og hefur marga fjöruna sopið, meðal annars komist í gegnum netbóluna sem gekk af mörgum fyrirtækjum í upplýsingatækni dauðum. Hilmar segir óstöðugleikann ekki neikvæðan sem slíkan. „Maður verður að fókusera á það sem hægt er að breyta og vona það besta,“ segir hann.

Hilmar segir gjaldeyrishöftin það erfiðasta sem fyrirtækið hafi staðið frammi fyrir. „Þau eru hræðileg, sérstaklega fyrir fyrirtæki sem stundar alþjóðlega starfsemi frá Íslandi. Það er ótækt. Ég er stundum steinhissa á að við skulum nenna þessu. Við getum þolað þau í einhvern tíma. En höftin hafa flækt alla okkar starfsemi. Það fer mikill kraftur í þau. Við getum lifað með öllu hinu.“ ráða erlent starfsfólkCCP lýsti því yfir í fyrrahaust að það ætli að ráða til sín rúmlega 150 nýja starfsmenn á næstu tólf til átján mánuðum. Leitað var fólks með menntun á sviði verkfræði, tölvunarfræði, stærðfræði og og skyldra greina auk hönnuða. Stefnt var að því að ráða starfsfólk hér á landi yrði þess kostur.

Tæpt ár er liðið frá því fyrirtækið lýsti þessu yfir. Megnið af nýju starfsfólki var hins vegar ráðið í gegnum skrifstofur CCP í Atlanta í Bandaríkjunum og í Sjanghæ í Kína. Þá hefur starfsfólk verið ráðið í Newcastle í Bretlandi en þar opnaði fyrirtækið nýjustu skrifstofur sínar í lok júní. Mun færri hafa verið ráðnir hér á landi. skortur á tæknimenntunHilmar segir erfitt að finna starfskrafta á lausu hér með þá menntun sem CCP leitar eftir. Það skjóti skökku við að atvinnuleysi sé mikið á sama tíma og fyrirtæki í upplýsingatækni eigi í erfiðleikum með að finna starfsfólk. Það virðist benda til að vinnuafl á Íslandi sé ekki með þá menntun sem fyrirtæki hér leiti hvað mest eftir.

„Við höfum flutt inn fólk til að fylla upp í þessar stöður. Það er okkar reynsla að þótt eitthvað hafi róast á vinnumarkaði hér þá á það fólk sem við leitum eftir almennt ekki í vandræðum með að finna sér vinnu, hvorki hér né úti. Það hefur ekkert breyst,“ segir Hilmar og bætir við að það sé síður en svo neikvætt að fá vel menntað og reynslumikið erlent fólk inn í íslensk fyrirtæki. engin skyndilausn tilHilmar styður þær hugmyndir sem fram hafa komið og eiga að hvetja ungt fólk á atvinnuleysiskrá til að setjast á skólabekk í tækni- og raungreinum. „Það bráðvantar fólk með verk- og tæknimenntun og úr raungreinum,“ segir hann og veltir fyrir sér hvers vegna þessi eftirspurn hafi ekki leitt til þess að fólk sótti í einmitt þetta nám. „Það tekur langan tíma að læra það sem við leitum eftir og því engin skyndilausn til,“ segir Hilmar.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
2,68
8
141.079
SKEL
1,55
4
7.123
SVN
0,87
22
159.565
ICESEA
0,58
13
244.896
REITIR
0
5
6.090

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,46
5
96.536
VIS
-1,63
7
79.121
LEQ
-1,3
1
113
ICEAIR
-1,03
47
154.630
EIK
-0,88
1
5.600
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.