Innlent

Afbrotafaraldur á höfuðborgarsvæðinu

Gissur Sigurðsson skrifar
Afbrotafaraldur virðist geysa á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/ Guðmundur.
Afbrotafaraldur virðist geysa á höfuðborgarsvæðinu. Mynd/ Guðmundur.
Afbrotafaraldur geysar nú á höfuðborgarsvæðinu, með innbrotum, þjófnuðum, og skemmdarverkum. Þrír karlmenn og ein kona voru handtekin í íbúð í Hólahverfi í Reykjavík um fjögurleytið í nótt, en fólkið hafði brotist þar inn um svaladyr og var búið að tína til þýfi, þegar lögreglan kom þar að. Húsráðandi var ekki heima.

Um sama leyti var tilkynnt um innbrot í veitingastað í miðborginni, en lögregla náði þjófunum skömmu síðar og voru þeir með áfengi á sér, sem þeir höfðu stolið á veitingastaðnum. Og það var líka um fjögurleytið í nótt sem ökumaður ók á umferðarmerki á Hverfisgötu með þeim afleliðingum að bíllinn er óökufær. Hann er grunaður um ölvunarakstur. -Þetta var bara í nótt, en ef litið er svo sem tvo sólarhringa aftur í tímann má sjá að tveir kalrmenn á fertugsaldlri voru handteknir í Reykjavík með þýfi í fórum sínum. Einn var handtekinn við að stela úr matvöruverslun, tvær unglingsstúlkur fyrir hnupl í Smáralilnd, og par var handtekið í Garðabæ, eftir að þýfi fannst í fórum þess.

Karl um þrítugt braut tvær rúður í fjölbýlishúsi í Hlíðunum, og brotnar voru rúður í nokkrum bílum og verðmætum stolið úr þeim. Þó nokkurm verðmætum var stolið úr íbúðarhúsum í Mosfellsbæ og kópavogi og bíl var stolið úr miðborginni, svo stiklað sé á stóru í bókunum lögreglunnar



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×