Hitað upp fyrir NBA-deildina - Miðriðillinn 30. október 2007 17:22 Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen verða væntanlega sterkir með Boston Celtics í vetur. Nordic Photos / Getty Images Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192) Miðriðill: 52,4% (215-195)Norðvesturriðill: 46,5% (191-219)Suðausturriðill: 45,8% (188-222)Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Detroit: Chauncey Billups. Miðriðillinn Detroit Pistons Pistons eru ofarlega á flestum listum þegar menn spá fyrir um sigurvegara austurstrandarinnar. Þeir eru með góða blöndu af hæfileikum og reynslu enda hafa þeir tekið þátt í úrslitum austurstrandarinnar síðustu fimm árin og þeir hömpuðu NBA titlinum árið 2004. Reynsluboltarnir Chauncey Billups, Richard Hamilton, Tayshaun Prince og Rasheed Wallace mynda kjarnann í liðu en bekkurinn er fullur af ungum hæfileikamönnum á borð við Jason Maxiell, Jarvis Heyes og nýliðana Rodney Stuckey og Arron Afflao. Lykilmaður Indiana: Jermaine O'Neal Indiana Pacers Pacers munu reyna allt til að snúa lélegu gengi síðustu ára við á þessu tímabili. Það hefur verið mikið kjaftað um að Jermaine O'Neal sé á leið frá félaginu en svo virðist vera sem hann verði um kyrrt. Leikmenn liðsins hafa margir verið í sviðsljósinu fyrir flest annað en frammistöðu sína á vellinum og til dæmis var Shawnie Williams handtekinn í sumar. Indiana byrjuðu ágætlega í fyrra en sigldu í strand þegar möguleikinn á sæti í úrslitakeppninni var í sjónmáli. Aðdáendur liðsins vona þó að nýji þjálfarinn Jim O'Brien nái að rífa liðið upp úr öldudalnum þetta árið. Lykilmaður Chicago: Kirk Hinrich. Chicago Bulls Það breytist allt fyrir Bulls fari svo að Kobe Bryant flytji sig frá Los Angeles til Chicago eins og hann hefur lýst yfir að sé hans vilji. Verði ekkert af komu Kobe er lang líklegast að þeir tapi í síðari umferð úrslitakeppninnar eins og gerðist í fyrra gegn Pistons. Bulls reiða sig mikið á framherjann Luol Deng sem er rísandi stjarna í NBA en vonir eru einnig bundnar við Tyrus Thomas. Þá skiptir miklu fyrir liðið að miðvörðurinn Ben Wallace verði í formi út tímabilið. Þeim sárvantar samt sem áður mann sem skorar inni í teig. Lykilmaður Milwaukee: Michael Redd. Milwaukee Bucks Það gæti brugðið til beggja átta hjá Bucks þetta tímabilið. Margir eru á því að framtíð liðsins og möguleikar þeirra á sæti í úrslitakeppninni velti á frammistöðu kínverska risans, Yi Yanlian. Liðinu hefur einnig tekist að halda fyrri mannskap um borð í skútunni og sýni menn á borð við Bobby Sinmons og Desmond Mason sitt rétta andlit gæti vel farið svo að Bucks láti til sín taka í úrslitakeppninni. Lykilmaður Cleveland: LeBron James. Cleveland Cavaliers Cavs fóru alla leið í úrslitaleikinn á síðasta tímabili en margir eru á því að aldrei hafi lélegara lið komist þangað. Þeir voru heldur ekki mikil fyrirstaða fyrir San Antonio sem rústuðu úrslitakeppninni í fjórum leikjum. Útlitið er ekki sérstaklega bjart hjá Cleveland fyrir þetta tímabil, þeir hafa ekki bætt við sig neinum leikmönnum sem orð er á gerandi og stórstjarnan þeirra LeBron James hefur opinberlega lýst óánægju sinni með þróun mála. NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira
Tímabilið í NBA-deildinni í körfubolta hefst í kvöld. Eins og alltaf má búast við skemmtilegum vetri en hér má finna helstu upplýsingar um liðin í deildinni. San Antonio Spurs varð meistari í vor en síðustu ár hafa lið í Vesturdeildinni haft mikla yfirburði yfir liðum í Austurdeildinni. Þennan mun má helst sjá á árangri liðanna í fyrra, reiknað upp eftir riðlunum sem liðin leika í. Smellið á riðlana hér að neðan til að skoða umfjöllun um liðin: Suðvesturriðill: 58% sigurhlutfall (238 unnir leikir - 172 tapaðir) Kyrrahafsriðill: 53,1% (218-192) Miðriðill: 52,4% (215-195)Norðvesturriðill: 46,5% (191-219)Suðausturriðill: 45,8% (188-222)Atlantshafsriðill: 43,9% (180-230) Nú er hins vegar Boston Celtics komið með gríðarlega sterkt lið með tilkomu þeirra Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen. Kannski að Celtics endurlifi gömlu góðu dagana og skili einum titli í hús. Stóru liðin á vesturströndinni vilja kannski hafa eitthvað um það að segja. Lykilmaður Detroit: Chauncey Billups. Miðriðillinn Detroit Pistons Pistons eru ofarlega á flestum listum þegar menn spá fyrir um sigurvegara austurstrandarinnar. Þeir eru með góða blöndu af hæfileikum og reynslu enda hafa þeir tekið þátt í úrslitum austurstrandarinnar síðustu fimm árin og þeir hömpuðu NBA titlinum árið 2004. Reynsluboltarnir Chauncey Billups, Richard Hamilton, Tayshaun Prince og Rasheed Wallace mynda kjarnann í liðu en bekkurinn er fullur af ungum hæfileikamönnum á borð við Jason Maxiell, Jarvis Heyes og nýliðana Rodney Stuckey og Arron Afflao. Lykilmaður Indiana: Jermaine O'Neal Indiana Pacers Pacers munu reyna allt til að snúa lélegu gengi síðustu ára við á þessu tímabili. Það hefur verið mikið kjaftað um að Jermaine O'Neal sé á leið frá félaginu en svo virðist vera sem hann verði um kyrrt. Leikmenn liðsins hafa margir verið í sviðsljósinu fyrir flest annað en frammistöðu sína á vellinum og til dæmis var Shawnie Williams handtekinn í sumar. Indiana byrjuðu ágætlega í fyrra en sigldu í strand þegar möguleikinn á sæti í úrslitakeppninni var í sjónmáli. Aðdáendur liðsins vona þó að nýji þjálfarinn Jim O'Brien nái að rífa liðið upp úr öldudalnum þetta árið. Lykilmaður Chicago: Kirk Hinrich. Chicago Bulls Það breytist allt fyrir Bulls fari svo að Kobe Bryant flytji sig frá Los Angeles til Chicago eins og hann hefur lýst yfir að sé hans vilji. Verði ekkert af komu Kobe er lang líklegast að þeir tapi í síðari umferð úrslitakeppninnar eins og gerðist í fyrra gegn Pistons. Bulls reiða sig mikið á framherjann Luol Deng sem er rísandi stjarna í NBA en vonir eru einnig bundnar við Tyrus Thomas. Þá skiptir miklu fyrir liðið að miðvörðurinn Ben Wallace verði í formi út tímabilið. Þeim sárvantar samt sem áður mann sem skorar inni í teig. Lykilmaður Milwaukee: Michael Redd. Milwaukee Bucks Það gæti brugðið til beggja átta hjá Bucks þetta tímabilið. Margir eru á því að framtíð liðsins og möguleikar þeirra á sæti í úrslitakeppninni velti á frammistöðu kínverska risans, Yi Yanlian. Liðinu hefur einnig tekist að halda fyrri mannskap um borð í skútunni og sýni menn á borð við Bobby Sinmons og Desmond Mason sitt rétta andlit gæti vel farið svo að Bucks láti til sín taka í úrslitakeppninni. Lykilmaður Cleveland: LeBron James. Cleveland Cavaliers Cavs fóru alla leið í úrslitaleikinn á síðasta tímabili en margir eru á því að aldrei hafi lélegara lið komist þangað. Þeir voru heldur ekki mikil fyrirstaða fyrir San Antonio sem rústuðu úrslitakeppninni í fjórum leikjum. Útlitið er ekki sérstaklega bjart hjá Cleveland fyrir þetta tímabil, þeir hafa ekki bætt við sig neinum leikmönnum sem orð er á gerandi og stórstjarnan þeirra LeBron James hefur opinberlega lýst óánægju sinni með þróun mála.
NBA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira