Viðskipti innlent

Býst við mjúkri lendingu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka
Útlit er fyrir að hagvöxtur á þessu ári verði 4,5 prósent, að mati Íslandsbanka. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur bankans, kynnti hagvaxtarspá bankans í gær. Vöxturinn í fyrra var 7,4 prósent en á næsta ári er gert ráð fyrir að hann verði 2,8 prósent.

Íslandsbanki telur að aukin umsvif heimilanna verði helsti burðarás vaxtar á spátímanum. Einkaneysla og íbúðafjárfesting taki þar við af þjónustuútflutningi og fjárfestingu atvinnuvega.

Íslandsbanki telur allgóðar líkur á að hin margumtalaða en sjaldséða mjúka lending muni einkenna lok yfirstandandi hagsveiflu á Íslandi í þetta skiptið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×