Viðskipti innlent

Kynning á yfir­lýsingu peningastefnunefndar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fer yfir nýjustu yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fer yfir nýjustu yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar. Vísir/Vilhelm

Seðlabanki Íslands birti í morgun yfirlýsing peningastefnunefndar og Peningamál. Stýrivextir eru óbreyttir samkvæmt ákvörðun nefndarinnar. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 9,25. Tíunda mánuðinn í röð.

Næsta vaxtaákvörðun er í ágúst og þá verða stýrivextir búnir að vera óbreyttir í heilt ár í 9,25 prósent.

Klukkan 9.30 rökstyðja Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, ákvörðun peningastefnunefndarinnar og kynna Peningamál. 

Kynningin fer fram í Safnahúsinu og verður í beinni útsendingu. Hægt verður að fylgjast með í spilaranum hér að neðan og í vaktinni. 

Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×