Viðskipti innlent

Seðlabankinn seldi Tortólafélagi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VÍSIR/ANDRI MARINÓ
Félagið Shineclear Holdings Limited keypti í lok júní síðastliðins kröfu úr Eignasafni Seðlabanka Íslands (ESÍ), sem er að fullu í eigu Seðlabankans. Félagið var stofnað á Tortóla, einni af eyjum breska Jómfrúareyjaklasans sem skilgreindar eru af íslenskum stjórnvöldum sem lágskattaríki.

Nafnferð kröfunnar nemur um 360 milljónum króna, eða 2,5 milljónum punda, og er á hendur viðskiptamanninum Kevin Stanford. ViðskiptaMogginn telur sig hafa heimildir fyrir því að Shineclear Holdings hafi verið stofnað af AMS Trustees Limited þann 1. mars og að það hafi verið gert fyrir hönd Kaupþings, sem á 57,% hlut í Arion banka. Stanford og Kaupþing hafa lengi eldað grátt silfur saman en hann var einn af stærstu lántakendum í bankanum fyrir hrun. Þannig mætti ætla að ESÍ hafi aðstoðað við að losa um kröfu í slitabúi, sem það á mikilla hagsmuna að gæta í, til að koma henni í hendur Kaupþings.

Krafan umrædda var keypt úr eignasafni SÍ af VBS-eignasafni hf. í lok apríl og framseld til Shineclear Holdings tveimur mánuðum síðar ef marka má skjal, undirritað af framkvæmdastjóra ESÍ, sem mbl segist hafa undir höndum. Áfallnir vextir á kröfuna frá árslokum 2008 eru 10,45% og mætti því gera ráð fyrir að hún sé nú orðin ríflega tvöfalt hærri en nafnvirði hennar gefur til kynna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×