Viðskipti innlent

VIlja endurheimta fyrri stöðu

Samúel Karl Ólason skrifar
Alls eru fjórir símar frá fyrirtækinu þegar komnir á markaði á þessu ári.
Alls eru fjórir símar frá fyrirtækinu þegar komnir á markaði á þessu ári. Nokia
Finnska fyrirtækið HMD Global, í samstarfi við Nokia, Google og Foxconn, hefur undanfarið ár unnið hörðum höndum að því að endurvekja vörumerki Nokia á farsímamarkaði í heiminum. Nýjasta útspil fyrirtækisins er útgáfa Nokia 8 snjallsímans. Hann fer í almenna sölu á Íslandi á morgun.



Alls eru fjórir símar frá fyrirtækinu þegar komnir á markaði á þessu ári. Það eru Nokia 3310, hefðbundinn takkasími, Nokia 3, Nokia 5 og Nokia 6. Hinir síðarnefndu eru takkasímar sem keyra á Pure Android stýrikerfi.

Nokia 8 býr yfir 13 MP myndavélum og eru þær tvær á bakhlið símans. Allar eru þær með Carl Zeiss linsu. Þar að auki er ný tækni í símanum sem heitir Nokia OZO 360 Audio og á hún að gera hljóð í myndböndum mun betra en gengur og gerist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×