Viðskipti innlent

G-bletturinn á Hlíðarenda er kominn í sölu

Birgir Olgeirsson skrifar
Mynd af svæðinu sem Reykjavíkurborg birtir með tilkynningunni.
Mynd af svæðinu sem Reykjavíkurborg birtir með tilkynningunni. Reykjavík
Reykjavíkurborg hefur auglýst atvinnuhúsnæði við Haukahlíð 3, sem er nefnd lóð G í skipulagi. Heimilt er að byggja allt að 17.500 fermetra atvinnuhúsnæði á 3-4 hæðum, auk bílgeymslu í kjöllurum.

Í tilkynningu frá borginni kemur fram að lóðin sé byggingarhæf og lóðarhafa beri að taka þátt í lóðarfélagi annarra lóðarhafa á Hlíðarendasvæðinu vegna sameiginlegs kostnaðar við framkvæmdir sem fellur til eftir úthlutun lóðarinnar. Fjórða hæðin má þekja allt að 50% af flatamáli 3.hæðar. Jarðhæð er inndregin um 150 cm á suður-og vesturhlið reits.

Heimilt er að byggja svalir og útbyggingar á 30% hverrar hliðar út um 100 cm til að brjóta upp hliðar, að öðru leyti eru svalir innan reits. Þök skulu samkvæmt skipulagi vera grasi lögð og flöt, að hámarki 5°. Öll bílastæði (1 á hverja 100 m²) skulu vera innan lóðar. Gera má ráð fyrir tveggja hæða bílgeymslukjallara. Bílastæði á borgarlandi eru samsíða stæði í götu. Athuga skal að hæðarmunur í lóð getur verið 1-2 m og skal bygging stallast í takt við það. Staðsetning innkeyrslu í bílgeymslu er frjáls.

Skila skal skriflegu kauptilboði á tilboðsblaði í lokuðu umslagi merkt “Haukahlíð 3”  til Þjónustuvers Reykjavíkurborgar Borgartúni 12-14, fyrir kl. 14:00  miðvikudaginn 11. október 2017.  Tilboð verða opnuð sama dag kl. 14.15 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. 

Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×