Viðskipti innlent

Gjaldþrot hjá menningarfélagi Tyrkja og Íslendinga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmenn karlalandsliðs Tyrkja klæddu unga íslenska krakka í úlpurnar sínar á köldu kvöldi á Laugardalsvelli í október í fyrra.
Leikmenn karlalandsliðs Tyrkja klæddu unga íslenska krakka í úlpurnar sínar á köldu kvöldi á Laugardalsvelli í október í fyrra. Vísir/KTD
Menningarfélagið Tyrkland - Ísland var í sumar úrskurðað gjaldþrota og er skiptum úr búinu lokið. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Félagið var stofnað árið 2009 af Tyrkjum búsettum á Íslandi.

Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur í búið voru rúmar tvær milljónir króna.



Rúmar tvær vikur eru í að karlalandslið þjóðanna mætist í sannkölluðum stórleik í Tyrklandi í undankeppni fyrir HM í Rússlandi næsta sumar. Tyrkir geta með sigri komist upp fyrir Ísland í I-riðli þegar einni umferð verður ólokið.

Uppfært klukkan 10:09

Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að félagið hefði verið stofnað árið 2012. Hið rétta er að um tvö félög er að ræða. Það sem er gjaldþrota og svo tyrknesk-íslenska menningarfélagið sem var stofnað árið 2012 og lifir góðu lífi. Beðist er afsökunar á þessum mistökum.




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×