Viðskipti innlent

Kaupþing segir ólíklegt að hlutur þeirra í Arion fari í sölu á þessu ári

Birgir Olgeirsson skrifar
Kaupþing hafði stefnt að því að selja tugprósenta hlut í Arion banka síðar á árinu og skrá bankann í kjölfarið á markað.
Kaupþing hafði stefnt að því að selja tugprósenta hlut í Arion banka síðar á árinu og skrá bankann í kjölfarið á markað. VÍSIR/STEFÁN
Kaupþing hefur staðfest að ólíklegt sé að það verði af sölu á 58 prósenta hlut fyrirtækisins í Arion banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kaupþingi þar sem segir að stjórnarslitin á Íslandi hafi sett strik í reikninginn. 



Markaður Fréttablaðsins hafði greint frá því
 að Kaupþing muni ekki losa um hlut sinn í bankanum í gegnum opið hlutafjárútboð á fyrsta fjórðungi næsta árs þegar ný ríkisstjórn ætti að hafa tekið til starfa eftir kosningar. 

Paul Copley, forstjóri Kaupþings, segir í tilkynningunni að ólíklegt sé fyrirtækið muni reyna að losa sig við sinn hlut á þessu ári, en þó ekki ómögulegt. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×