Fleiri fréttir

Mata: Verðum að klára leikina

Juan Mata, leikmaður Manchester United, segir að liðið verði að koma sér í gegnum jólatörnina eftir léleg úrslit gegn Bristol og Leicester í síðustu tveimur leikjum.

Austin dæmdur í þriggja leikja bann

Charlie Austin, leikmaður Southampton, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að sparka í Jonas Lössl, leikmann Huddersfield.

Alonso: Verðum að vera miskunnarlausir

Marcos Alonso, leikmaður Chelsea, segir að liðið verði að vera miskunnarlaust þegar það spilar gegn liðum sem einblína á varnarleikinn.

Henderson ekki með á morgun

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, mun ekki spila með liðinu gegn Swansea á morgun en hann er að glíma við meiðsli aftan í læri.

Hodgson: Ennþá jafn orkumikill og fyrir fimmtíu árum

Roy Hodgson réð sig í sitt tuttugasta þjálfarastarf þegar hann tók við liði Crystal Palace í september. Hann hefur stýrt Liverpool, Inter Milan og fjölda landsliða, nú síðast enska landsliðinu, en hann var rekinn eftir 2-1 tapið gegn Íslendingum.

Eboue býr í myrkri af ótta við lögregluna

Lífið hefur verið erfitt fyrir fyrrum Arsenal-manninn Emmanuel Eboue eftir að hann hætti í fótbolta. Erfiður skilnaður og andlát tveggja náinna ættingja sendi Eboue á botninn og leiddi meðal annars til hugsana um sjálfsvíg.

Hodgson hitti tvífara sinn | Myndband

Roy Hodgson og lærisveinar hans í Crystal Palace gerðu markalaust jafntefli við Swansea City í gær. Hann hitti líka tvífara sinn fyrir leikinn á Liberty vellinum.

Maguire jafnaði á elleftu stundu

Harry Maguire tryggði Leicester City stig gegn Manchester United í síðasta leiknum fyrir jól í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-2.

Kane með þrennu á Turf Moor

Harry Kane skoraði öll þrjú mörk Tottenham þegar liðið lagði Burnley að velli, 0-3, á Turf Moor í dag.

Sautjándi sigur City í röð

Manchester City vann sinn sautjánda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af Bournemouth, 4-0, á Etihad í 19. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Klopp: Önnur hendi hefði hjálpað

Jurgen Klopp var að vonum ekki sáttur eftir að hans menn í Liverpool misstu niður svo gott sem unnin leik gegn Arsenal á Emirates vellinum í kvöld.

Sex marka leikur á Emirates

Arsenal skoraði þrjú mörk á fimm mínútum í ótrúlegum leik gegn Liverpool á Emirates í kvöld.

Man. City er enn með Sanchez í sigtinu

Þó svo það hafi ekki gengið hjá Man. City að fá Alexis Sanchez frá Arsenal síðasta sumar þá hefur áhugi félagsins á leikmanninum ekkert dvínað.

Evans líklega á förum frá WBA í janúar

Varnarmaðurinn Jonny Evans varð nokkuð óvænt einn af heitustu bitum enska leikmannamarkaðarins í lok sumars og hann er að sjálfsögðu í umræðunni rétt áður en félagaskiptaglugginn opnar á ný.

Bergkamp rekinn frá Ajax

Edwin van der Sar og Marc Overmars ákváðu að reka stóran hluta þjálfarateymis félagsins eftir slæma byrjun á tímabilinu.

Klopp: Verð ekki jafn lengi og Wenger

Jürgen Klopp hefur verið í tvö hjá Liverpool en efast um að hann verði jafn lengi í starfinu þar og Arsene Wenger hefur verið hjá Arsenal.

Nær Arsenal að hefna ófaranna? | Myndband

Nítjánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina en fyrsti leikur umferðarinnar er stórleikur Arsenal og Liverpool en fyrri viðureign liðanna fór 4-0 fyrir Liverpool.

Ekki orðinn brjálaður yfir að vera ekki búinn að skora

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley hafa komið liða mest á óvart í vetur og sitja í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Jóhann Berg er ánægður með eigin frammistöðu og segist finna fyrir trausti frá stjóra Burnley.

Gylfi: Næstu vikur geta breytt öllu

Gylfi Þór Sigurðsson telur að Everton geti umbreytt tímabilinu með því að ná góðum úrslitum í leikjum sínum yfir jólahátíðirnar.

Pochettino: Sýnið Dele þolinmæði

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur beðið fólk um að sýna Dele Alli þolinmæði en hann hefur ekki verið að spila vel upp á síðkastið.

Wenger vill hefna sín á Liverpool

Arsenal var tekið í bakaríið á Anfield fyrr í vetur er liðið tapaði þar 4-0 gegn Liverpool. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur ekki gleymt þeim leik.

Wilshere: Ég vil vera áfram

Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, segist vilja vera áfram hjá félaginu en hann hefur mikið verið orðaður við för upp á síðkastið.

Sjá næstu 50 fréttir