Enski boltinn

Kane kominn með sjö þrennur á árinu 2017

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harry Kane var óstöðvandi gegn Burnley.
Harry Kane var óstöðvandi gegn Burnley. vísir/getty
Harry Kane skoraði þrennu þegar Tottenham vann Burnley, 0-3, í ensku úrvalsdeildinni í dag.



Þetta var sjöunda þrennan sem Kane skorar á árinu 2017. Fimm þeirra hafa komið í ensku úrvalsdeildinni, ein í ensku bikarkeppninni og ein í Meistaradeild Evrópu.

Kane hefur skorað 15 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og 36 deildarmörk á árinu. Hann jafnaði þar með 22 ára gamalt met Alans Shearer sem skoraði 36 mörk fyrir Blackburn Rovers 1995.

Kane hefur alls skorað 46 mörk fyrir Tottenham í öllum keppnum á árinu 2017. Aðeins Edinson Cavani (Paris Saint-Germain) og Lionel Messi (Barcelona) hafa skorað fleiri mörk (50) af leikmönnum í fimm bestu deildum Evrópu.

Kane er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu ásamt Mohamed Salah, leikmanni Liverpool.


Tengdar fréttir

Kane með þrennu á Turf Moor

Harry Kane skoraði öll þrjú mörk Tottenham þegar liðið lagði Burnley að velli, 0-3, á Turf Moor í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×