Enski boltinn

Gylfi hissa á Swansea að hafa rekið Clement

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi hefur mikið álit á Paul Clement.
Gylfi hefur mikið álit á Paul Clement. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson er hissa á sínu gamla félagi, Swansea City, að hafa rekið Paul Clement úr starfi knattspyrnustjóra.

„Þeir voru með rétta manninn í Paul Clement. Hann topp stjóri. Ég er mjög hissa að hann hafi verið látinn fara,“ sagði Gylfi í samtali við Daily Mail.

„Það segir sitt um hann að Carlo Ancelotti hefur alltaf tekið hann með sér. Hann er frábær stjóri,“ bætti Gylfi við.

Clement tók við Swansea í upphafi árs og undir hans stjórn bjargaði liðið sér frá falli. Gylfi hefur mikið álit á Clement.

„Hann er skipulagður og ræðir við þig undir fjögur augu. Æfingarnar hans eru góðar og hann er með taktíkina á hreinu. Hann lætur þér líða vel og sem leikmaður viltu spila fyrir svoleiðis stjóra,“ sagði Gylfi.

Íslenski landsliðsmaðurinn verður í eldlínunni þegar Everton tekur á móti Englandsmeisturum Chelsea í hádeginu.


Tengdar fréttir

Reynslumikill hópur á sterku ári

Árið 2017 var öflugt íþróttaár sem sést á lista tíu atkvæðumestu íþróttamannanna í kjörinu á Íþróttamanni ársins, sem kynntur er í dag. Skiptin eru jöfn á milli kynja sem og á milli hóp- og einstaklingsíþróttamanna.

Clement rekinn frá Swansea

Enska úrvalsdeildarliðið Swansea hefur rekið knattspyrnustjóra sinn, Paul Clement.

Fótboltahátíð í skötuveislunni │ Myndband

Níu leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar nítjánda umferðin klárast og þar af verða þrír leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×