Enski boltinn

Hodgson: Ennþá jafn orkumikill og fyrir fimmtíu árum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það er gaman hjá Hodgson.
Það er gaman hjá Hodgson. vísir/getty
Roy Hodgson réð sig í sitt tuttugasta þjálfarastarf þegar hann tók við liði Crystal Palace í september. Hann hefur stýrt Liverpool, Inter Milan og fjölda landsliða, nú síðast enska landsliðinu, en hann var rekinn eftir 2-1 tapið gegn Íslendingum.

Þrátt fyrir það segist hann hafa sömu orkuna og viljann og þegar hann var 21. árs.

„Þegar efnið er komið í æðarnar á þér er erfitt að ná því út.“ Svo lýsir Hodgson fíkninni sem fótboltaþjálfun er. Gleðin sem hellist yfir þig þegar lið þitt skorar sigurmark á lokamínútunum er einhver sem finnst ekki í neinu öðru starfi.

Grá kynslóð knattspyrnustjóra hefur verið áberandi í ensku úrvalsdeildinni á síðustu misserum, með ráðningum Hodgson, Sam Allardyce og David Moyes. En það virkar. Palace hafði ekki unnið leik undir Frank de Boer en er nú komið í 16. sæti deildarinnar. Allardyce tók Everton úr fallsæti í það níunda.

Jonathan Northcroft lýsir því svo í pistli sínum að það sem þessir þrír hafi komið með inn í stjórastöður sínar sé skýr stefna (e. clarity).

„Þetta er mjög gott orð og ég tek þessu sem hrósi,“ sagði Hodgson við því. „En að sama skapi þá yrði ég mjög ósáttur ef ég réði mann í stjórastarf sem væri ekki með skýra stefnu. Þú þarft að vera skipulagður, vera með áhugann og stjórnunarhæfileikana og skýra mynd í huganum yfir því hvað leikmennirnir ættu að vera að gera og hvað þeir geta gert.“

Hodgson er 70 ára gamall, en segir það ekki skipta máli þegar kemur að því að ná til leikmanna sem eru mörgum áratugum yngri en hann.

„Leikmennirnir ákveða sig hvað þeim finnst um þig mjög fljótt og þeim er alveg sama hvort þú sért 21 eða 71 árs. Svo vonandi lifir þú upp til eða ferð fram úr væntingum þeirra. Eini munurinn eftir því sem þú eldist er að þú þarft að hafa meira fyrir því að halda orkunni uppi.“

„Þú þarft að hugsa um þig, hættir að fara út á kvöldin heldur heldur þér í formi,“ sagði Roy Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×