Enski boltinn

Austin gæti fengið þriggja leikja bann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Charlie Austin fyrir ofbeldisfulla hegðun í leik Southampton og Huddersfield í gær.

Austin fór í andlitið á markmanni Huddersfield, Jonas Lossl, með hægri fæti sínum í leiknum í gær og særðist Lossl til blóðs við viðskiptin.

Framherjinn gæti fengið þriggja leikja bann, ákveði knattspyrnusambandið að dæma í ákærunni. Austin hefur til klukkan 17:00 í dag, 24. desember, til þess að bregðast við.

Austin meiddist hins vegar sjálfur í leiknum og gæti því orðið fjarri keppni næstu vikur hvernig sem færi í þessu máli.

„Ég vil ekki segja að einhver sé vísvitandi að meiða andstæðinginn, en í sannleika sagt þá leit þetta þannig út,“ sagði David Wagner, knattspyrnustjóri Huddersfield, eftir leikinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×