Enski boltinn

Manhcester-liðin sleppa við refsingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lið fjandvinanna José Mourinho og Peps Guardiola mættust á Old Trafford í stærsta leik tímabilsins til þessa.
Lið fjandvinanna José Mourinho og Peps Guardiola mættust á Old Trafford í stærsta leik tímabilsins til þessa. Vísir/Getty
Hvorugu Manchester-félaginu verður refsað eftir ólætin í göngunum á Old Trafford eftir leik liðanna fyrr í mánuðinum.

Mjólk var kastað yfir Jose Mourinho, knattspyrnustjóra United, og Mikel Arteta, meðlimur þjálfarateymis City, fékk skurð á ennið.

Í yfirlýsingu enska knattspyrnusambandsins segir: „Eftir að hafa farið yfir sönnunargögnin og frásagnir beggja félaga og annara vitna mun sambandið ekki fara í neinar formlegar aðgerðir.“

Félögin kenndu hvor öðru um og er talið að gögnin sem knattspyrnusambandið fékk í hendurnar hafi ekki farið saman og sambandið því ekki haft neitt til þess að byggja refsingu á.

Leikurinn, sem fór fram 10. desember síðast liðinn, endaði 2-1 fyrir gestunum í City.


Tengdar fréttir

Manchester er blá | Sjáðu mörkin

Manchester City er komið með 11 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-2 sigur á nágrönnunum í Manchester United á Old Trafford í loka leik 16. umferðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×