Enski boltinn

Klopp: Verð ekki jafn lengi og Wenger

Jürgen Klopp og Arsene Wenger.
Jürgen Klopp og Arsene Wenger. Vísir/Getty
Liverpool og Arsenal mætast í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Jürgen Klopp hélt nýverið upp á tveggja ára starfsafmæli sitt hjá Liverpool en Arsene Wenger hefur hins vegar verið í meira en tvo áratugi hjá Lundúnarfélaginu.

„Verð ég hér í 20 ár? Ég veit það ekki. Mér hefur hingað til fundist tímabært að gera eitthvað annað eftir sjö ár hjá sama félaginu,“ sagði hann en Klopp var í sjö ár hjá Dortmund og þar áður í sjö ár hjá Mainz.

„En það er enn langt í að ég fari að hugsa um að hætta og allt er í góðu enn sem komið er. En það yrði mjög erfitt að slá einhver met hjá Liverpool,“ sagði Klopp enn fremur.

„Ef einhver telur að hann geti leikið eftir afrek þeirra Arsene Wenger og Alex Ferguson, þá er ég ekki viss um að það sé mögulegt.“

Klopp segist hafa tekið eftir þeirri gagnrýni sem Wenger fær á sig en segir að Frakkinn sé enn og aftur að sýna hversu öflugur hann er.

„Hann er enn hjá félaginu og enn og aftur að gera frábæra hluti. Liðið er í baráttu um að vera í topp fjórum og enn með í öllum bikarkeppnum. Hann er greinilega mjög metnaðarfullur og á meðan það er tilfellið er sjálfsagt að halda áfram í starfi.“

Leikur Arsenal og Liverpool hefst klukkan 19.45 í kvöld og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Nær Arsenal að hefna ófaranna? | Myndband

Nítjánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina en fyrsti leikur umferðarinnar er stórleikur Arsenal og Liverpool en fyrri viðureign liðanna fór 4-0 fyrir Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×