Enski boltinn

Pochettino: Sýnið Dele þolinmæði

Dagur Lárusson skrifar
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur beðið fólk um að sýna Dele Alli þolinmæði en hann hefur ekki verið að spila vel upp á síðkastið.

Dele Alli hefur verið einn af bestu leikmönnum Tottenham síðastliðin tvö árin en undanfarið hefur hann legið undir mikilli gagnrýni fyrir spilamennsku sína.

„Velgegni hans síðustu tvö árin hefur verið ótrúleg, hann hefur afrekað frábæra hluti.“

„Vandamálið er ekki það að hann er að standa sig illa núna, vandamálið er það hversu vel hann hefur staðið sig síðustu tvö árin og hann á erfitt með að fylgja því eftir eins og er.“

Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Tottenham síðasta mánuðinn en liðið hefur tapað þremur leikjum og gert tvö jafntefli og er eins og er í 7.sæti deildarinnar. Pochettino er þó viss um að liðið sitt muni sýna sínar réttu hliðar gegn Burnley um helgina.

„Viðbrögðin við tapinu gegn City verða góð um helgina, ég get fullvissað ykkur um það. Við treystum hvor öðrum og viljum ná sem lengst sem lið.“

Tottenham fer í heimsókn til Burnley á Turf Moor á laugardaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×