Enski boltinn

Wilshere: Ég vil vera áfram

Dagur Lárusson skrifar
Jack Wilshere
Jack Wilshere vísir/getty
Jack Wilshere, leikmaður Arsenal, segist vilja vera áfram hjá félaginu en hann hefur mikið verið orðaður við för.

Wilshere er uppalinn hjá Arsenal en hann var á láni hjá Bournemouth á síðasta tímabili og hefur hann m.a. verið orðaður við endurkomu þangað.

„Ég vil klárlega vera hér áfram,“ sagði Wilshere.

„Ég er að njóta fótboltans núna og ég elska að spila í þessari deild og ég vil hjálpa Arsenal að komast aftur á þann stað sem það á að vera.“

„Við verðum bara að leysa úr ákveðnum hlutum og ég er viss um að við munum leysa úr þeim hlutum á næstu vikum.“

Wilshere hefur verið mjög óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina en hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Arsenal í langan tíma þegar liði spilaði við West Ham á dögunum.

Arsenal tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á morgun en bæði lið eru í baráttunni um meistaradeildarsæti.


Tengdar fréttir

„Wilshere ætti að fara“

Charlie Nicholas, fyrrum leikmaður Arsenal og nú álitsgjafi hjá Sky, segir að Jack Wilshere ætti að láta samning sinn hjá Arsenal renna út næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×