Enski boltinn

Alonso: Verðum að vera miskunnarlausir

Dagur Lárusson skrifar
Alonso og félagar eftir jafnteflið gegn Everton
Alonso og félagar eftir jafnteflið gegn Everton vísir/getty
Marcos Alonso, leikmaður Chelsea, segir að liðið verði að vera miskunnarlaust þegar það spilar gegn liðum sem einblína um of á varnarleikinn hjá sér.

Chelsea náði ekki að brjóta niður varnarmúr Everton í síðustu umferð og segir Alonso að liðið verður að vera betra fyrir framan markið.

„Við vorum mjög óheppnir. Frammistaðan var ekki slæm, við þurfum bara að vera meira miskunnarlausir fyrir framan markið,” sagði Alonso.

„Við hefðum átt að vinna því við stjórnuðum öllum leiknum og við áttum fullt af færum. Við fengum samt aðeins eitt stig og við verðum að sætta okkur við það."

Chelsea er nú sextán stigum á eftir Manchester City og segir Alonso að Chelsea verði nú að vinna næstu tvo leiki.

„Eina sem við getum sætt okkur við eru sex stig úr þessum tveimur leikjum, ekkert annað,” sagði Alonso.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×