Enski boltinn

Mata: Verðum að klára leikina

Dagur Lárusson skrifar
Juan Mata
Juan Mata vísir/getty
Juan Mata, leikmaður Manchester United, segir að liðið verði að koma sér í gegnum jólatörnina eftir léleg úrslit gegn Bristol og Leicester í síðustu tveimur leikjum.

United tapaði fyrir Bristol í deildabikarnum í vikunni og gerði síðan jafntefli við Leicester á Þorláksmessu þar sem Harry Maguire jafnaði fyrir Leicester undir blálokin.

„Lið sem eru að elta toppliðið verða hreinlega bara að halda áfram og þá sérstaklega í jólatörninni því þar getur allt gerst.”

„Við verðum að halda áfram og hugsa um næsta leik. Við verðum einnig að hvíla okkur vel og vera ákveðnir í það að klára leikina okkar betur heldur en síðasta leik,” sagði Spánverjinn við enska fjölmiðla.

„Við einfaldlega kláruðum ekki leikinn en við fengum svo sannarlega færin til þess,” bætti hann við.

United er nú þrettán stigum á eftir Machester City sem hefur nú unnið sautján leiki í röð í deildinni.


Tengdar fréttir

Maguire jafnaði á elleftu stundu

Harry Maguire tryggði Leicester City stig gegn Manchester United í síðasta leiknum fyrir jól í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×