Enski boltinn

Bergkamp rekinn frá Ajax

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dennis Bergkamp.
Dennis Bergkamp. Vísir/Getty
Dennis Bergkamp, fyrrum stórstjarna Arsenal, er í hópi þeirra sem voru í gær reknir úr þjálfarateymi Ajax í Hollandi en byrjun liðsins á tímabilinu hefur valdið vonbrigðum.

Edwin van der Sar, fyrrum markvörður Manchester United, er framkvæmdastjóri Arsenal og Marc Overmars, sem lék með Bergkamp hjá Arsenal, tæknistjóri og tóku þeir þessa ákvörðun.

Auk Bergkamp var knattspyrnustjórinn Marcel Keizer látinn fara sem og aðstoðarþjálfarinn Hennie Spijkerman. Michael Reiziger, þjálfari varaliðsins, tekur við þjálfun Ajax tímabundið.

Ajax er í öðru sæti í hollensku deildinni en komst ekki í Meistaradeild Evrópu, né heldur Evrópudeild UEFA. Þá er liðið einnig fallið úr leik í hollenska bikarnum.

Bergkamp er 48 ára og hefur þjálfað hjá Ajax síðan 2011. Þar hóf hann atvinnumannaferil sinn sautján ára gamall, undir stjórn Johan Cruyff.


Tengdar fréttir

Dortmund rak þjálfarann sinn

Borussia Dortmund tilkynnti á blaðammannafundi í hádeginu að félagið hafi rekið Peter Bosz, knattspyrnustjóra liðsins, úr starfi. Þá tilkynnti félagið að Peter Soger taki við stjórn liðsins út tímabilið. Gengi Dortmund á þessu tímabili hefur verið langt undir væntingum og hefur liðið aðeins unnið einn af seinustu þrettán leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×