Enski boltinn

Monk var rekinn svo Pulis gæti tekið við

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ef þessi mynd væri tekin í dag væri það líklegast Pulis sem færi skellihlæjandi í bankann, en ekki Monk
Ef þessi mynd væri tekin í dag væri það líklegast Pulis sem færi skellihlæjandi í bankann, en ekki Monk vísir/getty
Garry Monk var rekinn úr starfi hjá Middlesbrough til þess að staðan væri laus fyrir Tony Pulis. Þetta segir í breski miðillinn Independent í dag.

Monk fékk símtal í gærkvöldi frá stjórnarmanni Middlesbrough, Steve Gibson. Hann hélt að símtalið væri til þess að óska honum til hamingju með sigurinn á Sheffield Wednesday, en allt kom fyrir ekki, Monk var atvinnulaus að símtalinu loknu.

Brottreksturinn kom Monk að óvörum þar sem aðeins nokkrum dögum fyrr hafði hann átt fundi með stjórninni um plön sín í leikmannakaupum í janúarglugganum.

Heimildir Independent herma að Gibson hafi talið að leikmannahópur félagsins hentaði ekki fyrir opinn leikstíl Monk, heldur frekar í íhaldssamari leikaðferðir sem einkenna menn eins og Tony Pulis.

Pulis er laus allra mála eins og er, eftir að hafa verið rekinn frá West Brom í nóvembermánuði, og því vilja Gibson og félagar í stjórn Middlesbrough endilega fá Walesverjann í stöðu Monk.

Middlesbrough er í níunda sæti ensku 1. deildarinnar, þremur stigum frá umspilssæti. 


Tengdar fréttir

Pulis rekinn

Enska úrvalsdeildarliðið West Brom hefur rekið Tony Pulis úr starfi knattspyrnustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×