Enski boltinn

De Zerbi hættir hjá Brighton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roberto De Zerbi þykir hafa gert stórgóða hluti með Brighton.
Roberto De Zerbi þykir hafa gert stórgóða hluti með Brighton. getty/Adam Davy

Roberto De Zerbi yfirgefur Brighton eftir tímabilið. Hann stýrir liðinu í síðasta sinn gegn Manchester United í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.

De Zerbi tók við Brighton í september 2022. Á fyrra tímabili hans með liðið endaði það í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og komst í undanúrslit bikarkeppninnar.

Í vetur komst Brighton í sextán liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu og er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

De Zerbi hefur verið orðaður við ýmis stór félög í Evrópu að undanförnu. Samkvæmt veðbönkum þykir hann líklegur til að taka við Bayern München.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×