Enski boltinn

Evans líklega á förum frá WBA í janúar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jonny Evans í leik með WBA.
Jonny Evans í leik með WBA. vísir/getty
Varnarmaðurinn Jonny Evans varð nokkuð óvænt einn af heitustu bitum enska leikmannamarkaðarins í lok sumars og hann er að sjálfsögðu í umræðunni rétt áður en félagaskiptaglugginn opnar á ný.

Evans á aðeins átján mánuði eftir af samningi sínum við WBA og hefur ekki hug á því að framlengja við félagið. Það opnar möguleikann á því að hann verði seldur í janúar.

Man. City, Arsenal og Leicester sýndu þessum 29 ára gamla varnarmanni öll áhuga síðasta sumar. Þáverandi stjóri félagsins, Tony Pulis, neitaði aftur á móti að selja Evans.

WBA ætlar að reyna að halda Evans en segist skilja stöðu hans vel. Þar af leiðandi ætli félagið að eiga við hann opnar og heiðarlegar umræður.

WBA hefur ekki unnið í sautján leikjum í röð og Pulis var rekinn í nóvember. Arftaki hans, Alan Pardew, er enn að basla við að koma liðinu aftur á flot. Þar sem það gengur illa verður ekki haldið neitt jólateiti hjá félaginu í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×