Enski boltinn

Man. City er enn með Sanchez í sigtinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hvað gerist? Það munu mörg lið hafa áhuga á að fá Sanchez í janúar ef Arsenal ákveður að selja.
Hvað gerist? Það munu mörg lið hafa áhuga á að fá Sanchez í janúar ef Arsenal ákveður að selja. vísir/getty
Þó svo það hafi ekki gengið hjá Man. City að fá Alexis Sanchez frá Arsenal síðasta sumar þá hefur áhugi félagsins á leikmanninum ekkert dvínað.

Það hefur verið talað um það í nokkurn tíma að City ætli að reyna að fá Sanchez aftur í janúar en það er talið líklegt að félagið láti hann alveg eiga sig fram á næsta sumar.

Það gengur vel hjá City og stjóri liðsins, Pep Guardiola, vill síður raska því góða jafnvægi sem er innan liðsins núna.

Arsenal samþykkti tilboð frá City í leikmanninn síðasta sumar en þar sem Arsenal gat ekki gengið frá kaupum á arftaka hans þá hætti félagið við. Sanchez verður samningslaus næsta sumar og það er því freistandi fyrir Arsenal að selja hann í janúar því annars fær félagið ekkert fyrir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×