Enski boltinn

Hlaupageta Gylfa íslenska fisknum að þakka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi vinnur mikla varnarvinnu í leikjum Everton.
Gylfi vinnur mikla varnarvinnu í leikjum Everton. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson hefur hlaupið manna mest í níu leikjum Everton í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Gylfi hljóp einnig mest allra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. En hver er lykilinn á bak við þessa miklu hlaupagetu íslensku landsliðsmannsins?

„Kannski hjálpar það að borða allan þennan íslenska fisk,“ svaraði Gylfi brosandi í samtali við Daily Mail.

„Ég borða hollt og æfi vel. Ég held að það henti mér betur að hlaupa langar vegalengdir en taka spretti. Þetta er ekki eitthvað sem byrjaði í skólanum. Þar var það bara fótbolti. Það er ekki fyrir mig að hlaupa án bolta!“

Í viðtalinu við Daily Mail ræðir Gylfi einnig um brottrekstur Pauls Clement frá Swansea og nýjan knattspyrnustjóra Everton, Sam Allardyce.

Viðtalið má lesa með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Reynslumikill hópur á sterku ári

Árið 2017 var öflugt íþróttaár sem sést á lista tíu atkvæðumestu íþróttamannanna í kjörinu á Íþróttamanni ársins, sem kynntur er í dag. Skiptin eru jöfn á milli kynja sem og á milli hóp- og einstaklingsíþróttamanna.

Gylfi: Næstu vikur geta breytt öllu

Gylfi Þór Sigurðsson telur að Everton geti umbreytt tímabilinu með því að ná góðum úrslitum í leikjum sínum yfir jólahátíðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×