Enski boltinn

Klopp: Önnur hendi hefði hjálpað

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jurgen Klopp
Jurgen Klopp vísir/getty
Jurgen Klopp var að vonum ekki sáttur eftir að hans menn í Liverpool misstu niður svo gott sem unnin leik gegn Arsenal á Emirates vellinum í kvöld.

„Við verðum að vera reiðir út í okkur sjálfa. Ekki leiðir eða óöruggir. Að ná í stig á útivelli gegn Arsenal er venjulega í lagi, en ég þarf nokkrar mínútur til þess að komast á þann stað í kvöld,“ sagði Klopp eftir leikinn.

„Þrjú mörk ættu að vera nóg. Við vörðumst oftast frekar vel, gáfum ekki of mikið pláss.“

Annað mark Arsenal var í raun gjöf frá markverði Liverpool, Simon Mignolet. Granit Xhaka átti skot fyrir utan teig, og þó skotið hafi verið ágætt þá var það beint á Belgann í markinu. En í stað þess að grípa boltann eða slá hann örugglega með báðum höndum þá reyndi Mignolet að blaka annari hendinni í boltann, misreiknaði sig og gaf mark.

„Hann misreiknaði sig. Hin hendin hefði hjálpað, en svona er þetta. Þið þurfið ekkert að gera neitt mál úr þessu,“ sagði Klopp um atvikið eftir leikin.

„Varnarvinna er liðsframtak. Í dag voru einstaklingsmistök dýrkeypt og það er ekki í lagi,“ sagði Jurgen Klopp.


Tengdar fréttir

Sex marka leikur á Emirates

Arsenal skoraði þrjú mörk á fimm mínútum í ótrúlegum leik gegn Liverpool á Emirates í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×