Fleiri fréttir

Framtíðinni gætu fylgt enn meiri rigningar fyrir austan

Spár fyrir þessa öld gera ráð fyrir að úrkoma aukist með áframhaldandi hnattrænni hlýnun, ekki síst á votviðrasömum svæðum. Milljónatjón hefur orðið í flóðum á austanverðu landinu í sumar og haust.

Allt orðið fullt á bráðamóttöku

Yfirfullt er nú á bráðamóttöku Landspítalans og er rúmanýtingin um 114 prósent, að sögn Jóns Magnúsar Kristjánssonar, yfirlæknis bráðalækninga á Landspítala.

Telja gull í Minden og fá leyfi til að opna skipið

Umhverfisstofnun ákvað á miðvikudag að veita breska félaginu Advanced Marine Services starfsleyfi til að skera gat á póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden til að ná þaðan út skápnum sem Bretarnir telja innihalda gull og silfur.

Flokkarnir flestir á elleftu stundu með framboðslista sína

Ljóst er að meirihluti flokkanna sem ætla að bjóða fram í alþingiskosningunum 28. október næstkomandi verður á síðustu stundu með að skila inn formlegum framboðslistum sínum til yfirkjörstjórna kjördæmanna. Framboðsfrestur rennur út á hádegi í dag.

Sætir geðrannsókn eftir manndrápið á Hagamel

Maðurinn sem játaði að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel fyrir þremur vikum sætir nú geðrannsókn þar sem metið er hvort hann er sakhæfur. Lögreglumaðurinn Grímur Grímsson segir rannsókn málsins á lokametrunum.

Fékk betra viðmót þegar hún var "krabbameinssjúklingur"

Kona sem hefur glímt við endómetríósu í tugi ára segist loks hafa fengið viðundandi læknismeðferð þegar hún var talin vera með krabbamein. Formaður samtaka um sjúkdóminn telur konur sem þjást af honum mæta miklum fordómum í heilbrigðiskerfinu.

Pálmi Jónsson er látinn

Pálmi Jónsson fyrrverandi alþingismaður og landbúnaðarráðherra lést þann 9. október.

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Áhrif loftlagsbreytinga á lífríki norðurslóða eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. Þetta segir fyrrverandi ráðgjafi Obama Bandaríkjaforseta en rætt verður við hann í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Hrafn fær ekki 15 ár í viðbót

Hæstiréttur sýknaði í dag Orkuveitu Reykjavíkur að kröfu Hrafns Gunnlaugssonar um að hann ætti 15 ára afnotarétt af sumarbústað sínum við Elliðárvatn. Héraðsdómur hafði áður fallist á þá kröfu Hrafns.

Eldur laus í Hótel Natura

Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík. Búið er að rýma hótelið.

Sjá næstu 50 fréttir