Fá leyfi til framkvæmda við Minden til að ná í fjársjóðskistuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2017 16:33 Kassi sem AMS vill skyggnast í er í sérstyrktu rými undir efsta þilfari Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi um 120 mílur undan Íslandi. MYND/AMS Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir breska fyrirtækið Advanced Marine Services Limited (AMS) vegna framkvæmda við skipsflakið Minden en fyrirtækið vill ná verðmætum úr skipinu. Í bréfi lögmanns AMS til Umhverfisstofnunar kemur fram að fyrirtækið telji að finna megi gull og silfur í skipsflakinu en fyrst var greint frá því á vef Fiskifrétta í dag. Minden var þýskt gufuknúið fraktskip sem sökk þann 24. júní 1939. Skipið liggur á 2240 metra dýpi á hafsbotni í 120 sjómílna fjarlægð suðaustur af Íslandi. Samkvæmt frétt á vef Umhverfisstofnunar er starfsleyfið veitt samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir sbr. og reglugerð nr. 785/1999 og gildir til 1. maí 2018. Í umfjöllun Fréttablaðsins í júlí kom fram að AMS hafi í apríl síðastliðnum byrjað að bjástra við Minden. Skipinu sem AMS leigði til verksins, Seabed Constructor, var hins vegar stuggað í land af Landhelgisgæslunni 9. apríl. Umsókn um starfsleyfi til að leita í flakinu barst Umhverfisstofnun síðar í mánuðinum eða þann 27. apríl. Nú hefur starfsleyfið sem sagt fengist og segir í frétt Umhverfisstofnunar að helstu umsóknargögn og drög að starfsleyfistillögu hafi verið send nokkrum stofnunum til umsagnar áður en opinber auglýsing fór í loftið. „Athygli er vakin á því að starfsleyfi Umhverfisstofnunar snýr að hugsanlegum mengunarþáttum en ekki verðmætum sem kunna að finnast í flakinu. Í starfsleyfinu er farið fram á að gerðar séu skráningar m.a. á því sem tekið er úr skipsflakinu (magn og gerð) og þeim upplýsingum komið til stofnunarinnar,“ segir á vef Umhverfisstofnunar. Tengdar fréttir Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili "Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. 12. október 2017 04:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir breska fyrirtækið Advanced Marine Services Limited (AMS) vegna framkvæmda við skipsflakið Minden en fyrirtækið vill ná verðmætum úr skipinu. Í bréfi lögmanns AMS til Umhverfisstofnunar kemur fram að fyrirtækið telji að finna megi gull og silfur í skipsflakinu en fyrst var greint frá því á vef Fiskifrétta í dag. Minden var þýskt gufuknúið fraktskip sem sökk þann 24. júní 1939. Skipið liggur á 2240 metra dýpi á hafsbotni í 120 sjómílna fjarlægð suðaustur af Íslandi. Samkvæmt frétt á vef Umhverfisstofnunar er starfsleyfið veitt samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir sbr. og reglugerð nr. 785/1999 og gildir til 1. maí 2018. Í umfjöllun Fréttablaðsins í júlí kom fram að AMS hafi í apríl síðastliðnum byrjað að bjástra við Minden. Skipinu sem AMS leigði til verksins, Seabed Constructor, var hins vegar stuggað í land af Landhelgisgæslunni 9. apríl. Umsókn um starfsleyfi til að leita í flakinu barst Umhverfisstofnun síðar í mánuðinum eða þann 27. apríl. Nú hefur starfsleyfið sem sagt fengist og segir í frétt Umhverfisstofnunar að helstu umsóknargögn og drög að starfsleyfistillögu hafi verið send nokkrum stofnunum til umsagnar áður en opinber auglýsing fór í loftið. „Athygli er vakin á því að starfsleyfi Umhverfisstofnunar snýr að hugsanlegum mengunarþáttum en ekki verðmætum sem kunna að finnast í flakinu. Í starfsleyfinu er farið fram á að gerðar séu skráningar m.a. á því sem tekið er úr skipsflakinu (magn og gerð) og þeim upplýsingum komið til stofnunarinnar,“ segir á vef Umhverfisstofnunar.
Tengdar fréttir Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili "Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. 12. október 2017 04:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fleiri fréttir Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Sjá meira
Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili "Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. 12. október 2017 04:00
Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00
Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00