Innlent

Lítilsháttar eldur við Langholtsveg

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá störfum slökkviliðs við Langholtsveg.
Frá störfum slökkviliðs við Langholtsveg. Vísir

Eldur kom upp í plasteinangrun á teiknistofunni Arkinn ehf. við Langholtsveg 111 í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út en samkvæmt upplýsingum þaðan var hafði eldurinn verið að mestu slökktur þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang. Slökkviliðsmenn sinntu hins vegar reykræstingu á vettvangi og er því að mestu lokið nú.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira