Innlent

Telja gull í Minden og fá leyfi til að opna skipið

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Leyfi til að opna Minden gildir til 1. maí 2018.
Leyfi til að opna Minden gildir til 1. maí 2018. Vísir/eyþór

Umhverfisstofnun ákvað á miðvikudag að veita breska félaginu Advanced Marine Services starfsleyfi til að skera gat á póstherbergi þýska flutningaskipsins Minden til að ná þaðan út skápnum sem Bretarnir telja innihalda gull og silfur.

Hálft ár er síðan Landhelgisgæslan stöðvaði útsendara AMS þar sem þeir voru í óðaönn að starfa við flak Minden. Félagið sótti í kjölfarið um starfsleyfi sem Umhverfisstofnun þarf að veita með tilliti til hugsanlegrar mengunarhættu.

Ekki hefur verið upplýst til þessa að þeir verðmætu málmar, sem sagt hefur verið frá að breska félagið telji vera í skipinu, séu gull og silfur, heldur aðeins að um „verðmæta málma“ sé að ræða.

„Umbjóðandi minn telur að inni í þeim kassa sem hífður verður upp gæti verið að finna verðmæta málma, líklega gull eða silfur. Þetta muni þó ekki koma í ljós fyrr en að kassinn er opnaður,“ stendur í tölvupósti lögmanns AMS til Umhverfisstofnunar frá 23. maí. Þetta skjal var ekki meðal þeirra gagna sem Umhverfisstofnun hefur áður afhent en vitnað var til þess í Fiskifréttum í gær og fékk Fréttablaðið afrit af því í kjölfarið. 


Tengdar fréttir

Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili

"Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira