Innlent

Búið að slökkva allan eld á Hótel Natura

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Frá Hotel Natura, eins og sést er reykurinn orðinn hvítur
Frá Hotel Natura, eins og sést er reykurinn orðinn hvítur Vísir/Eyþór
Búið er að slökkva allan eld á Hotel Natura. Stöð 1 er á vakt núna til að tryggja vettvang samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu. 

Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík á þriðja tímanum í dag.  Var allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu kallað á vettvang og hótelið rýmt. 

Mikill viðbúnaður var á vettvangi. Eftir því sem fréttastofa kemst næst varð engum meint en þeir sem þurftu að yfirgefa hótelið fengu aðhlynningu fyrir utan.

Fjöldi ferðamanna stóð fyrir utan hótelið að fylgjast með aðgerðum slökkviliðsins.Vísir/Helga
Slökkviliðið notaði kranabíl til að komast að eldinum.Vísir/Helga
Hótelið var rýmt vegna eldsins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst varð engum meint af en þeir sem þurftu að rýma hótelið fengu aðhlynningu fyrir utan.Vísir/Helga
Mynd tekin frá Háskólanum í Reykjavík.Vísir/Helga

Tengdar fréttir

Eldur laus í Hótel Natura

Eldur kom upp í þaki Hotel Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, við Nauthólsveg í Reykjavík. Búið er að rýma hótelið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×