Innlent

Hrafn fær ekki 15 ár í viðbót

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hrafn við sumarbústað sinn
Hrafn við sumarbústað sinn Vísir
Hæstiréttur sýknaði í dag Orkuveitu Reykjavíkur að kröfu Hrafns Gunnlaugssonar um að hann ætti ótímabundinn afnotarétt af sumarbústað sínum við Elliðárvatn. Héraðsdómur hafði áður veitt Hrafni 15 ár afnotarétt en Hrafn áfrýjaði þeim dómi.

Hús Hrafns er eitt er eitt af 25 bústöðum við Elliðavatn sem Orkuveita Reykjavíkur hefur talið nauðsynlegt að hverfi á næstu árum vegna vatnsverndarsjónarmiða. Fjölskylda Hrafns hefur haft rétt til afnota af lóðinni frá 1927 og átt þar sumarhús frá 1960.

Haustið 2014 óskaði Hrafn eftir því að fá að byggja við bústaðinn en svörin voru heldur á aðra leið en hann hafði vænst. Honum var sagt að hann þyrfti að hafa sig í burtu og ekki stæði til að veita nein byggingarleyfi til viðbyggingar.

Sjá einnig:Hrafn fær 15 ár í viðbót

Hrafn höfðaði því mál á hendur Orkuveitunni og krafðist hann þess að fá ótímabundinn afnotarétt en til vara 75 ára rétt til afnota. Deila Orkuveiturnnar og Hrafns um hvort gerður hafi verið samningur um afnot húseigandans af landinu á grundvelli munnlegs vilyrðis þáverandi formanns stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, Alfreðs Þorsteinssonar.

Ekki var gengið frá málinu á formlegan hátt innan Orkuveitunnar en héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að afnotaréttur Hrafns af sumarbústaðnum og lóðinni gæti ekki staðið lengur en í 15 ár.

Í dómi Hæstaréttar segir að aldrei hafi verið gengið frá formlegum samningu um afnotarétt á milli Orkuveitunnar og fjölskyldu Hrafns. Þá var ekki fallist á að með því að byggingaryfirvöld hefðu veitt samþykki til endurbyggingar sumarhússins á árinu 2004 hefði Orkuveitan samþykkt afnot Hrafns af lóðinni til framtíðar.


Tengdar fréttir

Hrafn fær 15 ár í viðbót

Hrafni Gunnlaugssyni eru heimil afnot af sumarbústaði sínum við Elliðavatn næstu 15 árin samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×