Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Áhrif loftlagsbreytinga á lífríki norðurslóða eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. Þetta segir fyrrverandi ráðgjafi Obama Bandaríkjaforseta en rætt verður við hann í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar fjöllum við líka um eld sem kom upp í Hótel Natura í dag og ræðum við konu sem glímt hefur við endómetríósu í tugi ára, en segist loks hafa fengið viðunandi læknismeðferð þegar hún var talin vera með krabbamein. Loks fjöllum við um fjölskyldumyndina Sumarbörn, sem frumsýnd verður í kvöld en fjögur ár eru síðan tökum á myndinni lauk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×