Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar

Áhrif loftlagsbreytinga á lífríki norðurslóða eru mun hraðari og umfangsmeiri en vísindamenn hafa talið til þessa. Þetta segir fyrrverandi ráðgjafi Obama Bandaríkjaforseta en rætt verður við hann í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar fjöllum við líka um eld sem kom upp í Hótel Natura í dag og ræðum við konu sem glímt hefur við endómetríósu í tugi ára, en segist loks hafa fengið viðunandi læknismeðferð þegar hún var talin vera með krabbamein. Loks fjöllum við um fjölskyldumyndina Sumarbörn, sem frumsýnd verður í kvöld en fjögur ár eru síðan tökum á myndinni lauk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.