Innlent

Bilun í skólphreinsistöð í Ánanaustum

Atli Ísleifsson skrifar
Búist er við að viðgerð ljúki í kvöld. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Búist er við að viðgerð ljúki í kvöld. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Eyþór

Bilun hefur komið upp í skólphreinsistöð Veitna í Ánanaustum og verður óhreinsuðu skólpi því veitt í sjó frá dælustöðinni við Faxaskjól í dag.

Í tilkynningu frá Veitum segir að fólki sé bent á að fara ekki í fjöru eða í sjó í nágrenni stöðvarinnar á meðan bilunin varir.

Gert er ráð fyrir að viðgerð ljúki í kvöld.

Bilun kom upp í skólphreinsistöð Veitna í Faxaskjóli í sumar, en þar bilaði neyðarloka þann 12. júní. Viðgerð lauk um miðjan júlímánuð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira