Innlent

Vopnuð lögregla í Laugardalnum í nótt

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Maðurinn var handtekinn án mótþróa.
Maðurinn var handtekinn án mótþróa. Vísir/Eyþó

Almennir lögreglumenn vopnuðust og kalla þurfti á aðstoð sérsveitarinnar í Laugardalnum í nótt vegna gruns um mann vopnaðan skotvopni. Forsaga málsins er sú að lögregla fékk tilkynningu um mann sem hafði staðið í hótunum við konu símleiðis.

Þegar lögregla mætti að húsbíl mannsins í Laugardalnum þar sem hann býr sagðist hann vera vopnaður skotvopni. Þá vopnuðust lögreglumenn í tveimur lögreglubílum og leituðu aðstoðar sérsveitarinnar. Maðurinn var yfirbugaður og handtekinn og var hann í annarlegu ástandi sökum áfengisneyslu.

Hann var ekki vopnaður þegar lögregla kom að honum. Maðurinn er skráður fyrir skotvopni en lögregla hefur ekki enn fengið heimild til að leita í húsbílnum. Maðurinn verður látinn sofa úr sér í fangageymslu og verður hann yfirheyrður í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira