Innlent

Vopnuð lögregla í Laugardalnum í nótt

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Maðurinn var handtekinn án mótþróa.
Maðurinn var handtekinn án mótþróa. Vísir/Eyþó
Almennir lögreglumenn vopnuðust og kalla þurfti á aðstoð sérsveitarinnar í Laugardalnum í nótt vegna gruns um mann vopnaðan skotvopni. Forsaga málsins er sú að lögregla fékk tilkynningu um mann sem hafði staðið í hótunum við konu símleiðis.

Þegar lögregla mætti að húsbíl mannsins í Laugardalnum þar sem hann býr sagðist hann vera vopnaður skotvopni. Þá vopnuðust lögreglumenn í tveimur lögreglubílum og leituðu aðstoðar sérsveitarinnar. Maðurinn var yfirbugaður og handtekinn og var hann í annarlegu ástandi sökum áfengisneyslu.

Hann var ekki vopnaður þegar lögregla kom að honum. Maðurinn er skráður fyrir skotvopni en lögregla hefur ekki enn fengið heimild til að leita í húsbílnum. Maðurinn verður látinn sofa úr sér í fangageymslu og verður hann yfirheyrður í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×