Innlent

Fremst Norðurlanda í jafnréttismálum

Þó litlir sigrar hafa unnist er langt í að jafnrétti sé náð. fréttablaðið/stefán
Þó litlir sigrar hafa unnist er langt í að jafnrétti sé náð. fréttablaðið/stefán
Samfélag Íslendingar standa sig best Norðurlandaþjóða í jafnréttismálum hvað varðar fjölda kvenna í stjórnum fyrirtækja og íslenskir feður eru duglegastir feðra á Norðurlöndum við að taka fæðingarorlof. Þetta sýna tölur Norræna ráðsins um tölfræði Norðurlandaþjóðanna árið 2016. Atvinnuleysi er langminnst á Íslandi og Færeyjum en atvinnuleysi karla í Svíþjóð, Finnlandi og á Grænlandi mældist yfir átta prósent í lok árs 2016. Ísland sker sig svo örlítið úr hvað varðar jafnréttismál. Hlutfall heildarfæðingarorlofs karla er hæst hér á landi eða 30 prósent, örlítið hærra en hjá Svíum en 21 prósent fæðingarorlofs í Svíþjóð er tekið af karlmönnum. Fæðingarorlof karla í Danmörku er aðeins tíund heildarfæðingarorlofs Dana og reka þeir lestina af þeim fimm ríkjum sem skoðuð voru. Einnig var kannaður fjöldi kvenna í stjórnum stórra fyrirtækja. Danir reka þar einnig lestina með um fjórðung kvenna í stjórnum fyrirtækja. Hér á landi er munur kynjanna mun minni, 56 prósent karla á móti 44 prósentum kvenna. – sa



Fleiri fréttir

Sjá meira


×