Innlent

Níu flokkar bjóða fram í öllum kjördæmum

Atli Ísleifsson skrifar
Alþingishúsið
Alþingishúsið vísir/gva

Níu flokkar munu bjóða fram í öllum kjördæmum í þingkosningunum sem fram fara 28. október næstkomandi. Þrír flokkar bjóða fram í ákveðnum kjördæmum.

Þetta kemur fram í frétt RÚV. Framboðsfrestur rann út nú á hádegi þar sem fulltrúar skiluðu inn framboðslistum og meðmælalistum til yfirkjörstjórna.

Þeir flokkar sem bjóða fram í öllum kjördæmum eru Björt framtið, Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Vinstri græn.

Alþýðufylkingin býður fram í báðum Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Íslenska þjóðfylkingin býður fram í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi, og loks býður Dögun fram í Suðurkjördæmi.

Þórhallur Vilhjálmsson, ritari landskjörstjórnar, býst við að landskjörstjórn muni fyrst berast gögn frá yfirkjörstjórnum á morgun. Yfirkjörstjórnir muni nú fara yfir gögnin sem bárust, þar sem mögulegt sé að einhverjir ágallar séu á framboðunum og þá verður gefinn stuttur frestur til að bæta úr.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.