Innlent

Beittu piparúða eftir að maður reyndi að flýja undan lögreglu á Hverfisgötu

Atli Ísleifsson skrifar
Atvikið átti sér stað á Hverfisgötu skammt frá gatnamótum við Snorrabraut.
Atvikið átti sér stað á Hverfisgötu skammt frá gatnamótum við Snorrabraut. Já.is
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra braut rúður í bíl á Hverfisgötu í morgun og sprautuðu piparúða inn eftir að ökumaður hafði reynt að aka á brott og ók við það utan í tvo lögreglubíla.

Í dagbók lögreglu segir að klukkan 6:29 í morgun hafi verið tilkynnt um sofandi par í bíl á Hverfisgötu skammt frá gatnamótum við Snorrabraut. Þegar lögreglumenn og sérsveitin komu á vettvang var ökumaður vakinn og þá hafi hann reynt að aka á brott og við það ekið á tvo lögreglubíla.

Hafi lögreglumenn á vettvangi þá átt fótum sínum fjör að launa. „Lögreglumenn brutu þá báðar hliðarrúður bifreiðarinnar að framan og sprautuðu piparúða inn í bifreiðina. Ökumaður og farþegi voru yfirbuguð og voru þau vistuð í fangageymslu og verða yfirheyrð síðar í dag vegna málsins,“ segir í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×