Innlent

Stefnt að því að íbúðir Íbúðalánasjóðs verði langtímaleiguíbúðir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá undirritun reglugerðarinnar í morgun.
Frá undirritun reglugerðarinnar í morgun. íbúðalánasjóður
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, undirritað í morgun tvær nýjar reglugerðir sem miða að því að taka á erfiðri stöðu leigjenda á húsnæðismarkaði. Ráðherrann hefur falið Íbúðalánasjóði að taka á þessari stöðu með sérstökum aðgerðum en ný könnun sjóðsins leiddi í ljós að hlutfall fólks á leigumarkaði er enn að aukast.

Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði segir að í aðgerðunum felist að greiðsla húsnæðisbóta húsnæðisbóta muni færast til sjóðsins frá Vinnumálastofnun, sem annast þær nú. Þá mun sjóðurinn fara í sérstakt átak til að auka útgreiðslur til fólks á leigumarkaði.

 

„Þá hefur ráðherra falið sjóðnum að undirbúa stofnun leigufélags sem muni eignast og leigja út þær íbúðir, sem nú eru í höndum sjóðsins, á hóflegu verði. Um er að ræða tímabundna aðgerð til að bregðast við miklum skorti á hagkvæmu húsnæði til leigu. Síðar verður stefnt að því að íbúðir leigufélagsins fari í umsjá viðeigandi sveitarfélaga eða inn í nýtt kerfi leiguheimila sem nýtur opinberra stofnframlaga,“ segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs sem lesa má í heild sinni hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×