Innlent

Stefnt að því að íbúðir Íbúðalánasjóðs verði langtímaleiguíbúðir

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá undirritun reglugerðarinnar í morgun.
Frá undirritun reglugerðarinnar í morgun. íbúðalánasjóður

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, undirritað í morgun tvær nýjar reglugerðir sem miða að því að taka á erfiðri stöðu leigjenda á húsnæðismarkaði. Ráðherrann hefur falið Íbúðalánasjóði að taka á þessari stöðu með sérstökum aðgerðum en ný könnun sjóðsins leiddi í ljós að hlutfall fólks á leigumarkaði er enn að aukast.

Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði segir að í aðgerðunum felist að greiðsla húsnæðisbóta húsnæðisbóta muni færast til sjóðsins frá Vinnumálastofnun, sem annast þær nú. Þá mun sjóðurinn fara í sérstakt átak til að auka útgreiðslur til fólks á leigumarkaði.
 
„Þá hefur ráðherra falið sjóðnum að undirbúa stofnun leigufélags sem muni eignast og leigja út þær íbúðir, sem nú eru í höndum sjóðsins, á hóflegu verði. Um er að ræða tímabundna aðgerð til að bregðast við miklum skorti á hagkvæmu húsnæði til leigu. Síðar verður stefnt að því að íbúðir leigufélagsins fari í umsjá viðeigandi sveitarfélaga eða inn í nýtt kerfi leiguheimila sem nýtur opinberra stofnframlaga,“ segir í tilkynningu Íbúðalánasjóðs sem lesa má í heild sinni hérAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira