Fleiri fréttir

Kærði embættismann í heimabæ sínum fyrir kynferðislega áreitni: „Mér fannst ég eiga að vera þakklát fyrir að hafa ekki verið nauðgað“

Maðurinn, sem þá var á sjötugsaldri, starfaði á stofnun sem Helga María sótti nær öll æsku- og unglingsárin. Hún segir að áreitnin hafi náð hámarki þegar hún var sextán ára en þá hafi maðurinn leitað á hana inni á skrifstofu sinni. Hún kærði hann fyrir áreitnina en hann var sýknaður í bæði héraðsdómi og Hæstarétti.

Segir erfðablöndun ekki tengjast starfandi fiskeldisstöðvum

Formaður landssambands fiskeldisstöðva segir að það þurfi verulegt magn af eldisfiski að sleppa yfir langan tíma til að erfðablöndun verði. Hann hvetur menn til að hætta með ásakanir á víxl og styðjast við mælingar og vísindi.

John Snorri kominn á toppinn

John Snorri Sigurjónsson, fjallgöngumaður, komst í morgun á topp næsthæsta fjalls heims K2, fyrstur Íslendinga.

Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna

Lögreglumennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku í maí voru varaðir við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Missti vinnuna og mun þurfa langa endurhæfingu.

Skátar valda minna álagi á Strætó en talið var

Strætó hefur einna helst þurft að bregðast við auknu álagi vegna heimsmóts skáta hér á landi á leið 57, sem fer upp að Esju. Óttast var að mótið myndi sprengja almenningssamgöngukerfi borgarinnar en það hefur ekki gerst.

Breikkuðu veg yfir ræsi

Gröfumaður á vegum Vegagerðarinnar breikkaði í fyrradag veginn yfir umdeild ræsi sem komið var fyrir í Laugalæk í Landmannalaugum um þar síðustu helgi.

Stofnanir hafa ekkert að athuga við fjársjóðsleit í Minden

Enginn fjögurra opinberra aðila sem sent hafa Umhverfisstofnun umsögn gerir athugasemd við útgáfu leyfis til bresks félags sem leitar verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Minjastofnun segir að lögin nái ekki yfir skipsflakið.

Óttast að nýuppgötvuð erfðablöndun skemmi laxastofninn

Formaður Landssambands veiðifélaga segir sorglegt að sjá niðurstöður skýrslu Hafrannsóknarstofnunar, að skýr merki séu um erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa. Hann óttast að ef íslenskir laxastofnar verði ítrekað fyrir erfðablöndun þá glatist þeir endanlega.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 verður fjallað um mál lögreglumannanna tveggja sem eru sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í maímánuði síðastliðnum.

Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum.

Sjá næstu 50 fréttir