Innlent

John Snorri nálgast toppinn óðfluga

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ef John Snorri nær toppi K2 verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið.
Ef John Snorri nær toppi K2 verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Lífsspor
Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson var staddur í hinum svokallaða „Bottleneck“ eða „Flöskuhálsi“ um klukkan þrjú í nótt að íslenskum tíma á leið sinni á topp fjallsins K2. Á Facebook-síðu göngunnar segir ef vel gengur nái John Snorri á toppinn nú um sjöleytið.

Gangan hefur verið erfið en John Snorri var brattur í samtali við Bítið á Bylgjunni í gær. Hann var staddur í fjórðu og síðustu búðum á leiðinni og lagði af stað á toppinn um klukkan 17 að íslenskum tíma.

Í Facebook-færslu Lífsspors, sem birt var um klukkan hálf fjögur í nótt, var einnig greint frá nákvæmri staðsetningu Johns Snorra. Hægt er að fylgjast með staðsetningunni hér á síðustu metrunum.

Uppfært klukkan 8:36:

John Snorri er kominn í 8516 metra hæð en síðasta staðsetning hans var send út klukkan 8:13 að íslenskum tíma. K2 er 8611 metrar að hæð svo John Snorri á aðeins tæpa 100 metra eftir upp á topp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×