Innlent

Ekki víst hvenær skipbrotsmennirnir af skútunni koma í land

Gissur Sigurðsson skrifar
Skipverjarnir eru um borð í Árna Friðrikssyni.
Skipverjarnir eru um borð í Árna Friðrikssyni. Vísir/gva
Skipverjarnir þrír, af bandarísku skútunni, sem leitað var suðvestur af landinu snemma í gærmorgun, eru enn um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni, sem tók þá um borð.

Skipið er í rannsóknarleiðangri og liggur ekki fyrir hvort það siglir strax með fólkið í land eða klárar túrinn, en vel mun fara um skipbrotsmennina þar um borð.

Um klukkan ellefu í morgun var skipið enn djúpt suðvestur af landinu og var ekki á siglingu, þannig að áhöfnin virðist vera að sinna rannsóknaverkefnum, en ekki náðist símasamband.

Varðskipið Þór kom á hafrannsóknaskipinu síðdegis í gær og ætlaði að taka skipbrotsmennina um borð, en slæmt var í sjóinn og treystu þeir sér ekki til að vera fluttir á milli skipa. Skútan var yfirgefin í gær, marandi í hálfu kafi og er talið að hún muni sökkva á næstu klukkutímum.


Tengdar fréttir

„Söknuðum flugvélarinnar í morgun“

Ekki reyndist unnt að nota flugvél Landhelgisgæslunnar í morgun þegar áhöfn skútu lenti í sjávarháska en flugvélin er í leiguverkefni á vegnum NORDEX á Sikileyjum

Skútan fundin með brotið mastur

Flugvél Isavia hefur fundið bandarísku skútuna sem sendi frá sér neyðarboð í nótt. Mastur hennar hafði brotnað og rafmagnslaust orðið um borð. Leit hefur verið hætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×