Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 verður fjallað um mál lögreglumannanna tveggja sem eru sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í maímánuði síðastliðnum.

Einnig verður sagt frá skýrslu Hafrannsóknarstofnunar um að skýr merki séu um erfðablöndun villtra laxa og eldislaxa hér á landi. Rætt verður við fomann Landssambands veiðifélaga vegna málsins.

Þá verður sagt frá Gleðigöngunni í Færeyjum þar sem Heimir Már Pétursson fréttamaður er staddur en Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, var sérstakur heiðursgestur göngunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×