Innlent

Breikkuðu veg yfir ræsi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ofurjeppamönnum finnst skemmtilegra að aka yfir vaðið frekar en yfir nýja veginn með ræsunum.
Ofurjeppamönnum finnst skemmtilegra að aka yfir vaðið frekar en yfir nýja veginn með ræsunum. Mynd/Smári Róbertsson
Gröfumaður á vegum Vegagerðarinnar breikkaði í fyrradag veginn yfir umdeild ræsi sem komið var fyrir í Laugalæk í Landmannalaugum um þar síðustu helgi.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu á miðvikudag ætlar Vegagerðin ekki að fara að óskum Ferðafélags Íslands og fjarlægja ræsin strax. Í samvinnu við Umhverfisstofnun verði gerð tilraun með að hafa ræsin á þessum stað fram á haust. Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sagði hins vegar fráganginn ekki nógu góðan og að úr því yrði bætt.

Skálavörður Ferðafélagsins, sem haft var samband við í gær, sagði veginn einfaldlega hafa verið breikkaðan enn frekar til að auðvelda rútum að komast yfir. Svo virtist hins vegar vera að ökumenn ofurjeppa hunsuðu ræsisveginn og veldu frekar að aka yfir vaðið ofan við hann. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×