Innlent

Skjálfti 3,0 að stærð varð við Fagradalsfjall

Atli Ísleifsson skrifar
Upptök skjálftanna hafa verið í kringum Fagradalsfjall á Reykjanesi.
Upptök skjálftanna hafa verið í kringum Fagradalsfjall á Reykjanesi. Loftmyndir
Verulega hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni við Fagradalsfjall á Reykjanesskaganum sem hófst í gærmorgun. Skjálfti 3,0 að stærð varð þó á svæðinu klukkan 14:31 fyrr í dag.

„Frá miðnætti hafa mælst um 170 skjálftar en frá byrjun hrinunnar um og yfir 600 skjálftar.

Í gærkvöldi var skjálfti 3,8 að stærð kl 20:25, 3,1 og 3,3 kl 21:40 og 3,2 að stærð kl 21:57. Stærsti skjálfti hrinunnar var 4,0 að stærð kl 13:55.

Skjálftarnir hafa fundist víða á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og sá stærsti fannst í Borgarfirði,“ segir á vef Veðurstofunnar.


Tengdar fréttir

Skjálftahrinan á Reykjanesskaga ekki óvenjuleg á neinn hátt

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir að skjálftahrinan sem hófst á Reykjanesskaga í gær og stendur enn yfir sé ekki óvenjuleg á neinn hátt heldur sé þetta klassísk skjálftahrina á skaganum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×